Project Description
Sérmeðferðir
Sérmeðferðir
Árangursríkar meðferðir
Hvort sem húðin þín þjáist af streitu, rakaskorti eða ójafnvægi eða þig langar að prófa spennandi og öflugar húðfágunarmeðferðir þá erum við með eitthvað fyrir allar húðtegundir.
Súrefnismeðferð
RADIANCE OXYENATING TREATMENT Endurbætt súrefnismeðferð sem vinnur gegn ójafnvægi húðar og tónar hana. Verndar húðina gegn utanaðkomandi mengun og tekur burtu dauðar húðfrumur á yfirborði hennar. Vekur upp náttúrulegan ljóma.
Við mælum með: Vikulega í 4 vikur til að ná hámarks árangri
Til viðhalds: Einu sinni í mánuði
Hydraderm rakameðferð
Meðferð sem veitir húðinni fullkomna rakagjöf þar sem náttúrulegt eplavatn baðar húðina í raka. Kemur á góðu rakajafnvægi, fínar línur vegna þurrks og herpingstilfinning í húð hverfa. Húðin nær fullkomnri mýkt og vellíðan á ný.Frábær meðferð eftir mikla viðveru í sól eða hitabreytingar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun með hydraderm snyrtivörum, djúphreinsun með kornakremi, herða og andlitsnudd. Djúpvirkur rakamaski sem inniheldur náttúrulegt eplavatn og avokadó olíu í lokin. Snyrtifræðingur ráðleggur snyrtivörur til heimameðferðar.
Við mælum með: Vikulega í 4 vikur til að ná hámarks árangri.
Til viðhalds: Einu sinni í mánuði
Meðferð fyrir feita húð
Mjög virk og árangursrík meðferð fyrir feita húð sem djúphreinsar svitaholur og kemur á jafnvægi á fituframleiðslu húðar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, gufu, kreistun, herða- og andlitsnudd. Hreinsandi maski sem hefur herpandi og mattandi áhrif. Húðin fær hreinna og fínna yfirbragð.
Við mælum með: Vikulega í 4 vikur til að ná hámarks árangri.
Til viðhalds: Einu sinni í mánuði
Collagenmeðferð
Flott og spennandi meðferð fyrir húð sem farin er að eldast. Collagen er aðaluppistöðuefni í bandvef húðar og með aldrinum tapast eiginleiki húðar til að framleiða collagen og þar með slaknar á húðinni. Þessi meðferð vinnur gegn collagen tapi húðarinnar og gefur húðinni aukin styrk og sveigjanleika. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornakremi, andlits- og herðanudd. Lúxus collagenmaski sem inniheldur náttúrulegt fjölliðað collagen sem hefur mikil fegrunaráhrif og flýtir fyrir frumuvexti.
Við mælum með: Vikulega í 4-6 vikur
Viðhald meðferðar: 1-2 í mánuði
Ávaxtasýrumeðferð
Ávaxtasýrumeðferð er öflug húðfágunarmeðferð sem flýtir fyrir húðendurnýjun og lagar skemmdan húðvef, sléttir úr hrukkum og fínum línum, dregur úr brúnum blettum, eykur raka og fyrirbyggir viðkvæmni. Húðin fær mun fínlegri áferð.
Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, litla sem enga kreistun, sýruefni borið á húð, andlits- og herðanudd, maski í lokin.
Við mælum með: Tveggja vikna fresti 6 skipti til að ná hámarksárangri.
Viðhald meðferðar: 1-2 í mánuði.
Express Detox Andlitsmeðferð 30 mín eða 60 mín
Mjög flott öflug fegrunarmeðferð fyrir andlit.
Djúphreinsun með þrefaldri nuddtækni sem gefur húðinni mikin ljóma.
Ein af okkar vinsælu meðferðum og hentar öllum húðgerðum.
Við mælum með 4 skipta meðferð.
C-vítamínmeðferð
Fullkomin meðferð fyrir þreytta og vannærða húð, byggir einnig upp húð eftir veikindi og bætir áferð hennar. Hefur herpandi og mattandi áhrif á húð og hentar því einnig vel fyrir feitar húðgerðir. Dregur úr litablettum og jafnar húðlit. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með kornahreinsi, gufu, kreistun, herða- og andlitsnudd. Í lokin maski sem unninn er úr plöntuseyði sem hefur styrkjandi, mýkandi og rakagefandi áhrif.
Við mælum með: Vikulega í 6 vikur
Viðhald meðferðar: 1-2 í mánuði