Project Description

Hendur

Hendur

Handsnyrting

Handsnyrting með eða án lökkunar og parafínmaski.

Handsnyrting með næringu

Neglur þjalaðar og mótaðar og naglaböndin snyrt. Naglabönd og neglur nudduð og mýkt upp með naglabandaolíu.

Djúpt nudd á hendur og handleggi.

Handsnyrting með lökkun

Neglur þjalaðar og mótaðar og naglabönd snyrt. Djúpt nudd á hendur og handleggi. Neglur lakkaðar eftir óskum viðskiptavinar.

Lökkun og þjölun

Neglur þjalaðar og lakkaðar að óskum viðskiptavinar.

Lúxus handsnyrting

Neglur þjalaðar og mótaðar og naglaböndin snyrt. Djúpt nudd á hendur og handleggi. Hendur djúphreinsaðar með kornakremi og borin á þær maski. Val er milli nærandi handmaska eða parafínmaska. Neglur lakkaðar í lokin ef viðskiptavinur óskar þess.

Parafínmaski

Hendur eru djúphreinsaðar með kornakremi og settar í parafínmaska (heitt vax). Parafínmaskinn eykur sjálfsrakahæfni húðar, mýkir upp þreytta liði og hentar því vel fyrir td. gigtveika og þá sem eru með mjög þurrar hendur.

Parafínmaski með handsnyrtingu

Skoðaðu fleiri meðferðir sem við bjóðum upp á