Project Description

Andlitsmeðferðir

Andlitsmeðferðir

Fyrir konur jafnt sem karla

Við notum Académie Scientifique de Beauté húðvörurnar, franskar vörur framleiddar í París.

Notaðir eru mismunandi djúphreinsar eftir húðgerð td. kornakrem, ensímskrúbb, active peeling og ávaxtasýrur.

Nudd og maski 60 mín

Góð slökun. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerði, gott herða- og andlitsnudd. Maski og krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Andlitsmeðferð 90 mín

Góð slökun með áherslu á hreinsun. Andlitsmeðferð sem er yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerð, gufu, kreistun, gott herða- og andlitsnudd. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Góður maski og krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Lúxus andlitsmeðferð 90 mín

Algjört dekur. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Andlitsmeðferð inniheldur plokkun augnabrúna, yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerð, gufu, kreistun, lúxus herða- andlits- og höfuðnudd, ampúlu, augnmaska og lúxusmaska. Krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Lúxus andlitsmeðferð Helenu Fögru 90 mín

Ein af flottustu meðferðunum okkar þar sem hugmyndaflug snyrtifræðings fær að ráða. Byrjað er á heitum bakstri með ilmolíum og yfirborðshreinsun. Augnabrúnir plokkaðar, húðin djúphreinsuð eftir húðgerð, húðin hituð í gufu, kreistun ef viðskiptavinur óskar þess, tæki og ampúlur, lúxus herða- andlits- og höfuðnudd, lúxus andlitsmaski eftir húðgerð, augnmaski eða gott handanudd og parafínhandmaski eftir þörfum viðskiptavinar. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.
Frábær gjöf!

Lúxus ilmolíumeðferð 90 mín

Veitir fullkomna slökun og andlega vellíðan og viðskiptavinur heldur á vit ævintýranna. Notaðar eru lúxus ilmkjarnaolíur en þær hafa áhrif á líffæra- og taugakerfið og draga úr streitu. Ilmkjarnaolíur hafa mikinn lækningamátt og auka mótstöðuafl, þær vinna á húðsýkingum og eru græðandi fyrir húðina. Byrjað er á mjög slakandi baknuddi þar sem notað er ilmolíukerti sem breytist í nuddolíu. Síðan tekur við lúxus andlitsmeðferð sem inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með ilmoliuskrúbbi blandað lúxus andlitsolíu eftir húðgerð, gufu, smá kreistun ef þess er óskað, slakandi herða- andlits- og höfuðnudd með shiatsu punktum, lúxus ilmkjarnaolíumaski í lokin, á meðan maski bíður fær viðskiptavinur nudd á hendur, handleggi og upp á axlir. Í lokin krem og augnkrem úr ilmolíulínunni frá Academie. Snyrtifræðingur ráðleggur vörur úr ilmolíulínunni til heimameðferðar.

Andlitsmeðferð fyrir herra

Frábær meðferð, sérhönnuð fyrir karlmenn þar sem sérstakar herravörur með mildum herrailm eru notaðar. Þar sem efnin eru flest í gelformi er þetta þægileg meðferð sem hentar öllum þrátt fyrir skeggvöxt. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun, gufa og kreistun ef þess er þörf, þétt andlits- og herðanudd. Andlitsmaski eftir húðgerð.Í lokin krem og augnkrem úr herralínunni frá Académíe. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Skoðaðu fleiri meðferðir sem við bjóðum upp á