Project Description

Andlitsmeðferðir

Andlitsmeðferðir

Fyrir konur jafnt sem karla

Við notum Académie Scientifique de Beauté húðvörurnar, franskar vörur framleiddar í París.

Notaðir eru mismunandi djúphreinsar eftir húðgerð td. kornakrem, ensímskrúbb, active peeling og ávaxtasýrur.

Nudd og maski 

Góð slökun. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Meðferðin inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerði, gott herða- og andlitsnudd. Maski og krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Andlitsmeðferð 

Góð slökun með áherslu á hreinsun. Andlitsmeðferð sem er yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerð, gufu, kreistun, gott herða- og andlitsnudd. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Góður maski og krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Lúxus andlitsmeðferð 

Algjört dekur. Ástand húðar er metið og meðferð sniðin eftir þörfum viðskiptavinar. Andlitsmeðferð inniheldur plokkun augnabrúna, yfirborðshreinsun, djúphreinsun eftir húðgerð, gufu, kreistun, lúxus herða- andlits- og höfuðnudd, ampúlu, augnmaska og lúxusmaska. Krem valið eftir húðgerð. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.

Lúxus andlitsmeðferð Helenu Fögru 

Ein af flottustu meðferðunum okkar þar sem hugmyndaflug snyrtifræðings fær að ráða. Byrjað er á heitum bakstri með ilmolíum og yfirborðshreinsun. Augnabrúnir plokkaðar, húðin djúphreinsuð eftir húðgerð, húðin hituð í gufu, kreistun ef viðskiptavinur óskar þess, tæki og ampúlur, lúxus herða- andlits- og höfuðnudd, lúxus andlitsmaski eftir húðgerð, augnmaski eða gott handanudd og parafínhandmaski eftir þörfum viðskiptavinar. Snyrtifræðingur gefur ráðleggingar um heimameðferð.
Frábær gjöf!

Lúxus ilmolíumeðferð 

Veitir fullkomna slökun og andlega vellíðan og viðskiptavinur heldur á vit ævintýranna. Notaðar eru lúxus ilmkjarnaolíur en þær hafa áhrif á líffæra- og taugakerfið og draga úr streitu. Ilmkjarnaolíur hafa mikinn lækningamátt og auka mótstöðuafl, þær vinna á húðsýkingum og eru græðandi fyrir húðina. Byrjað er á mjög slakandi baknuddi þar sem notað er ilmolíukerti sem breytist í nuddolíu. Síðan tekur við lúxus andlitsmeðferð sem inniheldur yfirborðshreinsun, djúphreinsun með ilmoliuskrúbbi blandað lúxus andlitsolíu eftir húðgerð, gufu, smá kreistun ef þess er óskað, slakandi herða- andlits- og höfuðnudd með shiatsu punktum, lúxus ilmkjarnaolíumaski í lokin, á meðan maski bíður fær viðskiptavinur nudd á hendur, handleggi og upp á axlir. Í lokin krem og augnkrem úr ilmolíulínunni frá Academie. Snyrtifræðingur ráðleggur vörur úr ilmolíulínunni til heimameðferðar.

Absolute Pro-Age meðferð

Absolute Pro-Age meðferð vinnur á öldrunar, hormóna,- og mengunarþáttum. Húðin fær mjög mikin ljóma, ferskan blæ og virkar húðin yngri eftir meðferð, m.a. vegna heildaráhrifa innihaldsefna í öllum þáttum sérmeðferðar, hefur einnig lyfti- og mótandi áhrif á húðina vegna mikils andlits-og herðanudds og mótandi gúmmímaska í lok meðferðar sem er kælandi. Ein af okkar vinsælustu meðferðum.

Skoðaðu fleiri meðferðir sem við bjóðum upp á